Ertu að spá í að skipta út teppinu fyrir parket?

Meirihluti húskaupenda vill frekar parket en teppi á því er enginn vafi. En þú skalt samt spá vel í hvort parket eru hentugasta gólfefni í öll rými eignarinnar. Og hvernig parket er best uppá endursölu eignarinnar.

Þú þarft einnig að spá í verð tísku og smekk. Þú skalt ekki leggja í að setja bara einhvernvegin parket bara til að breyta því það þarf helst að vera þannig parket að það lítist sem flestum á það. Sumir vilja alls ekki parket nema það sé mjög mjúkt og aðrir vilja ekki nema bara ljóst parket þannig að smekkurinn er misjafn.
Flestir kaupendur eru mest hrifnir af eikar eða beyki parketi þess vegan skaltu frekar halda teppinu fyrir sölu en að fara að leggja í kostnað við að leggja dökkt parket eða hart sem mun ekki gera annað en að yta væntanlegum kaupendum frá.

Hvort þú eigir þá að setja nýtt parket á öll rými það er að segja stofur, eldhús og herbergi. Flestir vilja sjá parket á stofunni en er meira sama þó að það sé teppi í herbergjum bæði vegan þess að mörgum finnst það hlýlegra og einnig vegan þess að margir geta hugsað sér að skipta því þá bara út seinna. Einnig ef eignin er á tveimur hæðum eða meira þá getur verið betra að hafa teppi á efri hæðum þar sem það dregur úr hávaða.

Greinasafn